Staðurinn

Sushi Social býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerí­skri matargerð við undirspil sjóðheitrar tónlistar í­ stemningu sem varð til í­ byrjun sí­ðustu aldar er þúsundir Japana fluttust til Suður-Amerí­ku.

Við þá blöndun varð til sá suðupottur af japanskri og suður-amerí­skri matarmenningu sem margir af bestu veitingastöðum heims byggja á.

Matseðill Sushi Social er skapaður með það markmið að bjóða upp á hina fullkomnu blöndu þessara áhrifa.

 

Leifur Welding sá um innanhússhönnun Sushi Social og meðal skreytinga má telja 50 japönsk fuglabúr og handgerða trémuni frá þorpinu Abaetetuba í­ Brasilí­u.

Munirnir eru skornir út og málaðir í­ höndunum og eru úr sérstakri viðartegund sem ber nafnið Miriti (Mauritia flexuosa). Miriti pálminn er vinsæll efniviður fyrir ýmsa muni, leikföng og minjagripi þar sem hann er sérstaklega léttur.

Munirnir sem prýða staðinn okkar voru handgerðir sérstaklega fyrir Sushi Social og lögðust þorpsbúar á eitt við að klára þessa óvenjustóru pöntun frá Íslandi.

Munina nálguðumst við með hjálp frá Josy Zareen og syni hennar sem lagði á sig langferð yfir ár og inn í frumskóg til að sækja þá.

 

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Sushi Social